Lávarðar hætta í flokknum vegna meints gyðingahaturs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2019 06:30 Valdatíð Jeremys Corbyn hjá Verkamannaflokknum hefur einkennst af illdeilum flokksmanna. Nordicphotos/AFP Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Þrír þingmenn Verkamannaflokksins í lávarðadeild breska þingsins hættu í flokknum í gær vegna óánægju með það hvernig flokkurinn hefur tekið á meintri andúð í garð gyðinga í röðum flokksmanna. Flokkurinn hefur logað í illdeilum undanfarin misseri vegna hins meinta gyðingahaturs. Samkvæmt frétt Sunday Times frá því í apríl hafa flokknum borist 863 kvartanir um meinta gyðingaandúð flokksmanna, þar með taldir eru kjörnir fulltrúar. Sé litið til kjörinna fulltrúa má nefna brottrekstur þingmannsins Naz Shah. Hún stakk meðal annars upp á því á Twitter að Ísraelsríki yrði flutt til Bandaríkjanna en var tekin aftur inn í flokkinn eftir að hún baðst afsökunar. Chris Williamson, annar þingmaður, fékk reisupassann eftir að hann sagði gyðingaandúðarvanda flokksins ýktan og að flokkurinn reyndi um of að þóknast gagnrýnendum. Þá má nefna úrsögn Kens Livingstone, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, eftir að hann sagði Adolf Hitler einn þeirra sem hefðu beitt sér fyrir að gyðingar fengju land í Mið-Austurlöndum. Deilan snýst að miklu leyti um afstöðuna gagnvart Ísraelsríki. Corbyn hefur um áratugaskeið talað fyrir frelsi palestínsku þjóðarinnar og með formennsku hans hafa fleiri á sömu skoðun tekið aukinn þátt í flokksstarfinu. Þar á meðal fólk sem ýmsum breskum gyðingum þykir ganga of langt í gagnrýni sinni á Ísrael. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) telst það til gyðingaandúðar að „neita gyðingum um sjálfsákvörðunarréttinn“ eða láta alla gyðinga svara fyrir gjörðir Ísraelsríkis. Þegar Verkamannaflokkurinn innleiddi skilgreiningu á gyðingaandúð inn í verklagsreglur sínar í júlí 2018 mátti greina óánægju með að skilgreining IHRA hafi ekki verið innleidd að fullu. Meðal annars var ákvæðum um að það teldist gyðingaandúð að saka gyðinga um að vera hollari Ísrael en heimalandi sínu eða að bera meiri væntingar til Ísraels en annarra ríkja sleppt. Svo fór síðar á árinu að skilgreiningin var innleidd að fullu en með þeirri viðbót að hún hamlaði ekki „tjáningarfrelsi í umræðu um Ísrael né réttindum Palestínumanna“. Corbyn hefur gengið illa að kveða niður illdeilurnar þótt hann hafi ítrekað sagt að gyðingahatarar séu óvelkomnir innan flokksins. Sjálfur hefur hann ítrekað komið sér í klandur. Meðal annars með því að lýsa palestínsku Hamas-samtökunum sem „vinum“ en Bretar flokka hernaðararm Hamas, Izz ad-Din al-Qassam sveitirnar, meðal hryðjuverkasamtaka. Þá var hann sömuleiðis gagnrýndur fyrir að sækja athöfn í Túnis þar sem mannanna á bak við morðin á 11 ísraelskum ólympíuförum á að hafa verið minnst. Corbyn hefur hafnað þeim ásökunum. Þeir þrír sem sögðu sig úr flokknum í gær, Triesman, Turnberg og Darzi lávarðar, voru ómyrkir í máli. „Því miður hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það má finna rótgróna gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Leiðtogi flokksins og hans innsti hringur hafa sýnt gyðingaandúð og ekki tekið neina rétta ákvörðun í baráttunni gegn þessu vandamáli,“ sagði Triesman til að mynda. Flokkurinn neitaði þessum ásökunum í yfirlýsingu. „Verkamannaflokkurinn er að öllu leyti andsnúinn gyðingaandúð og staðráðinn í því að uppræta þetta mein.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira