Segir viðurlög við framleigu íbúða mjög skýr Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Kona sem vistuð var í fangageymslu í nótt, vegna elds sem kom upp í stúdentaíbúð í gær, hefur verið látin laus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju, en konan sem um ræðir er ekki leigutaki íbúðarinnar. Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta segir riftun á leigusamningi koma til greina hafi leigutaki íbúðarinnar framleigt hana andstætt reglum stofnunarinnar. Íbúðin sem eldur kviknaði í að Eggertgötu um kvöldmatarleytiðí gær er gjörónýt. Vel gekk að slökkva eldinn og breiddi hann ekki úr sér í aðrar íbúðir. Í íbúðinni var kona í annarlegu ástandi þegar eldur kom þar upp. Var hún vistuð í fangageymslu í nótt og yfirheyrð um hádegisbil í dag. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, var konan látin laus í dag. Hann vill ekki tjá sig um eldsupptök né hvort grunur sé um íkveikju. Hann býst þó við að rannsókn verði lokiðá föstudag. Íbúðin sem um ræðir er stúdentaíbúð í eigu Félagsstofnunar stúdenta en þar búa einungis nemendur Háskóla Íslands. Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar staðfestir að konan sem gisti fangageymslu sé ekki leigutaki íbúðarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu verið í sambandi við leigutakann í dag. Það náttúrulega var þarna stór bruni og allt innbú og íbúðin sjálf er stórskemmd,“ sagði Rebekka Sigurðardóttir Hún segir að dæmi séu um að leigutakar framleigi íbúðir sem er andstætt reglum Félagsstofnunar stúdenta. Óljóst sé hvort staðan sé sú í þessu tilviki. „Viðurlögin við framleigu eru mjög skýr og það er hart á því tekið, það skiptir ekki máli hvort að fólk framleigi gegn eða án greiðslu til lengri eða skemmri tíma, brot varða tafarlausri riftun á leigusamningi,“ sagði Rebekka. Hún segir leigutaka meðvitaða um banni við framlegu enda séu þeir duglegir að láta stofnunina vita verði þeir varir við framleigu. Leigan á Stúdentaörðum er lág, stúdentum í hag og því að sögn Rebekku ekki boðlegt að leigutakar framleigi íbúð og græði á því peninga. „Og svo eins og ég segi er líka mjög mikilvægt að standa vörð um það að íbúar séu öruggir á sínu heimili og eigi ekki von á því að einhverjir óviðkomandi séu þar á ferð,“ sagði Rebekka.Slökkvistarfi lauk klukkan hálf átta í gærkvöld. fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Húsnæðismál Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15 Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Konan sem vistuð var í fangageymslu í nótt vegna brunans er ekki leigutaki íbúðarinnar Leigutökum stúdentaíbúða FS er óheimilt að framleigja íbúðirnar 10. júlí 2019 12:15
Konan laus úr haldi lögreglu Kona sem vistuð var í fangageymslu lögreglu eftir að eldur kom upp í stúdentaíbúð við Eggertsgötu hefur verið látin laus. 10. júlí 2019 16:06