Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 15:46 Duterte var frumlegur í gagnrýni sinni. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir að íslenska þjóðin geri lítið annað en að borða ís og hafi engan skilning á vandamálum landsins. Ummælin koma í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte fyrir framan hóp þarlendra embættismanna í dag. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Klippa: Duerte talar um Íslendinga Hann hélt áfram og sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu brást illa við ályktuninni og sagði þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni vera hræsnara. Að sögn talsmanns Duterte er ályktun Íslands byggð á „röngum upplýsingum og fölskum fréttum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að misbeiting á valdi lögreglu og aftökur án dóms og laga séu nú viðtekin venja á Filippseyjum. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segir að íslenska þjóðin geri lítið annað en að borða ís og hafi engan skilning á vandamálum landsins. Ummælin koma í kjölfar þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum ályktun sem Ísland lagði þar fram um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. „Hvert er vandamál Íslands? Ekkert nema ís. Það er vandamálið ykkar. Þið hafið of mikið af ís og það er ekki hægt að greina milli dags og nætur þarna,“ sagði Duterte fyrir framan hóp þarlendra embættismanna í dag. „Svo þið skiljið hvers vegna þar eru engir glæpir, engir lögreglumenn heldur, og þau borða bara ís.“ Klippa: Duerte talar um Íslendinga Hann hélt áfram og sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. Með samþykkt ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvatti stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu brást illa við ályktuninni og sagði þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni vera hræsnara. Að sögn talsmanns Duterte er ályktun Íslands byggð á „röngum upplýsingum og fölskum fréttum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa greint frá því að misbeiting á valdi lögreglu og aftökur án dóms og laga séu nú viðtekin venja á Filippseyjum.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Blæs á gagnrýni frá Filippseyjum og segir mannréttindaráð engan spjallklúbb Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýnir að lönd sem viðhafa sömu gildi og Íslendingar hafi ekki beitt sér fyrir eða kosið með ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. 11. júlí 2019 12:45
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30