Rúmlega hundrað ára í hringferð um landið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:30 Anthon Geisler og frændi hans Hugo á ferðalagi. Fréttablaðið/Sigtryggur „Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira