Reyndi að stinga mann með stórum eldhúshníf en fékk að kenna á hafnaboltakylfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:25 Maðurinn er undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira