Þriðji sigur ÍR liðakeppninni í röð | Guðbjörg og Kolbeinn unnu 200 metra hlaupin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2019 15:47 Guðbjörg vann 200 metra hlaupið á Meistaramótinu þriðja árið í röð. vísir/getty Þriðja árið í röð vann ÍR sigur í liðakeppninni á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Nítugastaogþriðja Meistaramótinu lauk í dag. ÍR fékk 76 stig, fjórum stigum meira en FH. Breiðablik varð í 3. sæti með 27 stig. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, vann sigur í 200 metra hlaupi kvenna þriðja árið í röð. Hún kom í mark á 24,51 sekúndu. FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir, sem vann 400 metra hlaupið í gær, varð önnur á 25,21 sekúndu. Í 200 metra hlaupi karla varð Kolbeinn Höður Gunnarsson hlutskarpastur. Félagi hans úr FH, Ari Bragi Kárason, varð annar en þeir háðu mikla baráttu í 100 metra hlaupinu í gær þar sem Ari Bragi hafði betur. Tímataka í 200 metra hlaupi karla mislukkaðist og því eru engir tímar aðgengilegir. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR vann sigur í 800 metra hlaupi á 2:08,17 mínútum. ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason, sem vann kúluvarpið í gær, bætti annarri gullmedalíu í safnið með því að vinna kringlukastið í dag með kasti upp á 54,16 metra. Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfossi, hrósaði sigri í hástökki. Hún stökk 1,75 metra sem er hennar besti árangur í greininni.Sigurvegarar dagsins:Karlar: 200 metra hlaup: Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH - 400 metra grindahlaup: Árni Haukur Árnason, ÍR - 57,80 800 metra hlaup: Sæmundur Ólafsson, ÍR - 1:54,74 5000 metra hlaup: Arnar Pétursson, ÍR - 15:26,01 4x400 metra boðhlaup: FH - 3:22,21 Kringlukast: Guðni Valur Guðnason, ÍR - 54,16 Langstökk: Arnór Gunnarsson, Breiðablik - 6,88 Stangarstökk: Andri Fannar Gíslason, KFA - 4,20 Sleggjukast: Hilmar Örn Jónsson, FH - 73,42Konur: 200 metra hlaup: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR - 24,51 400 metra grindahlaup: Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA - 1:01,99 800 metra hlaup: Aníta Hinriksdóttir, ÍR - 2:08,17 3000 metra hlaup: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR - 10:59,83 4x400 metra boðhlaup: ÍR - 3:58,84 Kringlukast: Kristín Karlsdóttir, FH - 46,96 Langstökk: Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik - 5,76 Hástökk: Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfoss - 1,75 Sleggjukast: Vigdís Jónsdóttir, FH - 59,67 Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir María Rún vann tvær greinar á fyrri keppnisdeginum á Meistaramótinu Fyrri keppnisdeginum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum er lokið. 13. júlí 2019 17:58 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira
Þriðja árið í röð vann ÍR sigur í liðakeppninni á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Nítugastaogþriðja Meistaramótinu lauk í dag. ÍR fékk 76 stig, fjórum stigum meira en FH. Breiðablik varð í 3. sæti með 27 stig. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, vann sigur í 200 metra hlaupi kvenna þriðja árið í röð. Hún kom í mark á 24,51 sekúndu. FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir, sem vann 400 metra hlaupið í gær, varð önnur á 25,21 sekúndu. Í 200 metra hlaupi karla varð Kolbeinn Höður Gunnarsson hlutskarpastur. Félagi hans úr FH, Ari Bragi Kárason, varð annar en þeir háðu mikla baráttu í 100 metra hlaupinu í gær þar sem Ari Bragi hafði betur. Tímataka í 200 metra hlaupi karla mislukkaðist og því eru engir tímar aðgengilegir. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR vann sigur í 800 metra hlaupi á 2:08,17 mínútum. ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason, sem vann kúluvarpið í gær, bætti annarri gullmedalíu í safnið með því að vinna kringlukastið í dag með kasti upp á 54,16 metra. Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfossi, hrósaði sigri í hástökki. Hún stökk 1,75 metra sem er hennar besti árangur í greininni.Sigurvegarar dagsins:Karlar: 200 metra hlaup: Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH - 400 metra grindahlaup: Árni Haukur Árnason, ÍR - 57,80 800 metra hlaup: Sæmundur Ólafsson, ÍR - 1:54,74 5000 metra hlaup: Arnar Pétursson, ÍR - 15:26,01 4x400 metra boðhlaup: FH - 3:22,21 Kringlukast: Guðni Valur Guðnason, ÍR - 54,16 Langstökk: Arnór Gunnarsson, Breiðablik - 6,88 Stangarstökk: Andri Fannar Gíslason, KFA - 4,20 Sleggjukast: Hilmar Örn Jónsson, FH - 73,42Konur: 200 metra hlaup: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR - 24,51 400 metra grindahlaup: Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA - 1:01,99 800 metra hlaup: Aníta Hinriksdóttir, ÍR - 2:08,17 3000 metra hlaup: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR - 10:59,83 4x400 metra boðhlaup: ÍR - 3:58,84 Kringlukast: Kristín Karlsdóttir, FH - 46,96 Langstökk: Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik - 5,76 Hástökk: Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfoss - 1,75 Sleggjukast: Vigdís Jónsdóttir, FH - 59,67
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir María Rún vann tvær greinar á fyrri keppnisdeginum á Meistaramótinu Fyrri keppnisdeginum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum er lokið. 13. júlí 2019 17:58 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira
María Rún vann tvær greinar á fyrri keppnisdeginum á Meistaramótinu Fyrri keppnisdeginum á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum er lokið. 13. júlí 2019 17:58