Krekar dæmdur í tólf ára fangelsi án þess að koma fyrir dóm Eiður Þór Árnason skrifar 15. júlí 2019 16:00 Krekar á sér langa sögu í Noregi. Vísir/EPA Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi. Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Írakski íslamistinn Mulla Krekar hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir skipulag á hryðjuverkum. Dómurinn féll fyrir áfrýjunardómstól í ítölsku borginni Bolzano og var Krekar dæmdur án þess að hafa nokkurn tíma farið fyrir dómstólinn. Fréttastofa NRK greinir frá þessu.Krekar á sér langa sögu í Noregi þar sem hann hefur áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að hafa hótað embættismönnum þar í landi lífláti og síðar fyrir að hafa hyllt árásarmennina sem réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París. Brynjar Meling, sem var lögmaður Krekar í máli hans fyrir norskum dómstólum, er mjög gagnrýninn á dómskerfið á Ítalíu og segir að Krekar hafi aldrei fengið að tala máli sínu. Einnig hafi Krekar verið úthlutað lögmanni sem hafi aldrei haft samband við umbjóðanda sinn. Norski lögmaðurinn segir að Krekar hafi ekki heldur fengið tækifæri til að leggja fram sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Ítalski dómstólinn féllst ekki á að hann fengi að flytja mál sitt með hjálp fjarfundarbúnaðar. Krekar kom frá Írak til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn vera ógn við þjóðaröryggi, en yfirvöld í Noregi töldu sig ekki geta tryggt að hann myndi ekki hljóta dauðadóm í heimalandi sínu. Lögregla á Ítalíu sakaði Krekar, sem heitir Najmuddin Faraj Ahmad réttu nafni, um að hafa skipulagt hryðjuverk í Noregi og fleiri ríkjum álfunnar og óskuðu ítölsk yfirvöld eftir því að hann yrði framseldur frá Noregi.
Ítalía Noregur Tengdar fréttir Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40 Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32 Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00 Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Mulla Krekar handtekinn í Noregi Norska öryggislögreglan vill að hann verði framseldur frá Noregi til Ítalíu. 23. nóvember 2016 11:40
Hugðust sprengja breska sendiráðið í Ósló Lögregla víðs vegar um álfuna hefur handtekið sautján manns í samhæfðum aðgerðum vegna gruns um að þeir tengist alþjóðlegu hryðjuverkaneti. 12. nóvember 2015 13:32
Brottvísun til Íraks rædd Íslamistinn múlla Krekar hefur verið handtekinn eina ferðina enn í Noregi fyrir hótanir. Danski skopteiknarinn Westergaard býðst til að hitta hann að máli. 28. febrúar 2015 10:00
Skæruliði hótar Norðmönnum Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. 6. september 2005 00:01