Musk borar inn í heila Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2019 06:00 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Sérvitri auðjöfurinn Elon Musk og fyrirtæki hans NeuraLink kynntu í fyrrinótt afrakstur rannsóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn. NeuraLink hefur unnið fyrir luktum dyrum að því að þróa leiðir til þess að tengja mannsheilann beint við tölvur og gervigreind. Fyrirtækið hefur nú sótt um leyfi hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að hefja prufur á fólki og vonast er til að það gerist áður en árið er úti. Hingað til hefur tæknin ekki verið prófuð nema á dýrum. Einna helst hefur fyrirtækið gert prufur á rottum. Musk sagði frá því að fyrirtækið hefði þó náð að gera apa kleift að stýra tölvu með hugaraflinu einu. „Markmiðið er að skapa samlífi með gervigreind. Jafnvel í bjartsýnustu framtíðarsýn bendir allt til þess að gervigreindin spæni fram úr mannkyninu og skilji það eftir,“ sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja það þyrfti mannkynið að tengjast gervigreindinni og þannig skapa eins konar ofurgreind í mannsheilanum sjálfum. Markmiðið með kynningunni í fyrrinótt var einkum að fá fleiri rannsakendur og sérfræðinga til liðs við fyrirtækið. Græjan sem NeuraLink hefur nú þróað er lítill 3.000 rafskauta nemi sem tengdur er við sveigjanlega og afar þunna þræði. Neminn getur fylgst með virkni um þúsund taugafruma og þar sem þræðirnir eru sveigjanlegir heldur NeuraLink því fram að tæknin dragi úr líkum á heilaskaða vegna þess að neminn getur hreyfst með heilanum innan höfuðkúpunnar. Öfugt við til að mynda tækni Blackrock Microsystems sem styðst við örnálar. „Það er ekki eins og við munum strax búa yfir einhverjum stórkostlegum tauganema og getum tekið yfir heilann þegar í stað. Þetta mun taka langan tíma. En fyrir þá sem það kjósa mun tæknin að endingu geta boðið upp á samlífi við gervigreind,“ sagði Musk. Eins og stendur getur NeuraLink einungis komið nemanum fyrir með því að bora gat í höfuðkúpu viðkomandi. Það verður tilfellið með fyrstu manneskjurnar sem gefa kost á sér í prufur, ef af verður. Tengingin verður heldur ekki þráðlaus, að minnsta kosti í bili, heldur verður heilinn tengdur við tölvu með USB-C snúru. Vissulega er NeuraLink ekki fyrsta fyrirtækið til þess að rannsaka og áforma tengingu heilans við tölvur. Áður hafa rannsakendur náð að tengja hreyfihamlaða og gera þeim kleift að stýra til að mynda tölvumúsum og gerviútlimum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá háskólanum í Suður-Kaliforníu, að NeuraLink hafi litið til þess besta sem þróað hefur verið hingað til og ýtt tækninni áfram að markverðu leyti. „Stærsta byltingin er þróun nema sem er þróaðari en það sem nú býðst.“ Þá sagði Krittika D’Silva, gervigreindarsérfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, að tæknin væri afar spennandi þar sem í henni felst minna inngrip en hefur tíðkast hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tesla Tækni Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Sérvitri auðjöfurinn Elon Musk og fyrirtæki hans NeuraLink kynntu í fyrrinótt afrakstur rannsóknarvinnu sinnar í fyrsta sinn. NeuraLink hefur unnið fyrir luktum dyrum að því að þróa leiðir til þess að tengja mannsheilann beint við tölvur og gervigreind. Fyrirtækið hefur nú sótt um leyfi hjá yfirvöldum í Bandaríkjunum til þess að hefja prufur á fólki og vonast er til að það gerist áður en árið er úti. Hingað til hefur tæknin ekki verið prófuð nema á dýrum. Einna helst hefur fyrirtækið gert prufur á rottum. Musk sagði frá því að fyrirtækið hefði þó náð að gera apa kleift að stýra tölvu með hugaraflinu einu. „Markmiðið er að skapa samlífi með gervigreind. Jafnvel í bjartsýnustu framtíðarsýn bendir allt til þess að gervigreindin spæni fram úr mannkyninu og skilji það eftir,“ sagði Musk. Til þess að fyrirbyggja það þyrfti mannkynið að tengjast gervigreindinni og þannig skapa eins konar ofurgreind í mannsheilanum sjálfum. Markmiðið með kynningunni í fyrrinótt var einkum að fá fleiri rannsakendur og sérfræðinga til liðs við fyrirtækið. Græjan sem NeuraLink hefur nú þróað er lítill 3.000 rafskauta nemi sem tengdur er við sveigjanlega og afar þunna þræði. Neminn getur fylgst með virkni um þúsund taugafruma og þar sem þræðirnir eru sveigjanlegir heldur NeuraLink því fram að tæknin dragi úr líkum á heilaskaða vegna þess að neminn getur hreyfst með heilanum innan höfuðkúpunnar. Öfugt við til að mynda tækni Blackrock Microsystems sem styðst við örnálar. „Það er ekki eins og við munum strax búa yfir einhverjum stórkostlegum tauganema og getum tekið yfir heilann þegar í stað. Þetta mun taka langan tíma. En fyrir þá sem það kjósa mun tæknin að endingu geta boðið upp á samlífi við gervigreind,“ sagði Musk. Eins og stendur getur NeuraLink einungis komið nemanum fyrir með því að bora gat í höfuðkúpu viðkomandi. Það verður tilfellið með fyrstu manneskjurnar sem gefa kost á sér í prufur, ef af verður. Tengingin verður heldur ekki þráðlaus, að minnsta kosti í bili, heldur verður heilinn tengdur við tölvu með USB-C snúru. Vissulega er NeuraLink ekki fyrsta fyrirtækið til þess að rannsaka og áforma tengingu heilans við tölvur. Áður hafa rannsakendur náð að tengja hreyfihamlaða og gera þeim kleift að stýra til að mynda tölvumúsum og gerviútlimum. Breska ríkisútvarpið hafði eftir Andrew Hires, taugalíffræðingi hjá háskólanum í Suður-Kaliforníu, að NeuraLink hafi litið til þess besta sem þróað hefur verið hingað til og ýtt tækninni áfram að markverðu leyti. „Stærsta byltingin er þróun nema sem er þróaðari en það sem nú býðst.“ Þá sagði Krittika D’Silva, gervigreindarsérfræðingur hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, að tæknin væri afar spennandi þar sem í henni felst minna inngrip en hefur tíðkast hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tesla Tækni Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira