Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 19:00 Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur. Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert. Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur starfað við að leita að týndum börnum, í rúm fjögur ár. Börnin eru á aldrinum 11-18 ára og glíma oft við mikinn vímuefnavanda. Það sem af er ári hafa 116 leiðarbeiðnir vegna 47 barna og ungmenna borist lögreglu. Á sama tímabili í fyrra voru leitarbeiðnirnar 149 og er því um að ræða talsverða fækkun á milli ára. „Ég held að það muni einum og hálfum mánuði í heildarfjölda leitarbeiðna. Það sem hefur gerst á síðustu sex til átta mánuðum er að krakkar sem við vorum ítrekað að leita af og voru þung hjá okkur eru orðin 18 ára, fullorðnir einstaklingar, og þar af leiðandi ekki lengur á minni könnur og nokkur ekki tekist að fóta sig og komin í dagbók lögreglunnar af öðrum orsökum,“ segir Guðmundur. Eftir að börnin verða 18 ára falla þau utan við barnaverndarkerfið og missa þau úrræði sem þeim bauðst áður. Tæplega tíu ungmenni sem Guðmundur leitaði margoft að á síðustu árum og fór til að mynda með í meðferð á Stuðla, meðferðarheimili fyrir börn og unglinga, falla í þennan hóp. Hann veit um að minnsta kosti fjögur ungmenni sem nú eru á götunni. „Og það er svolítið sérstakt að horfa á eftir þeim þarna á einu augnabliki í raun og veru þar sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim en áfram eru aðrir sem þurfa að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að það þurfi að gera eitthvað til að reyna grípa hópinn eftir að hann verður átján ára. Ungmennin séu í mjög viðkvæmri stöðu. „Þau eru mörg búin að brenna allar brýr að baki fjölskyldulega séð. Einhver eiga kannski enn þá innkomu í fjölskyldunnar og það þýðir bara miklar áhyggjur og í sumum tilfellum verða veikindi í fjölskyldum út af þessu álagi,“ segir Guðmundur. Hann vonast til þess að úrbætur verði gerðar. „Þessi hópur er farinn, hann er orðin fullorðinn. Ég veit ekki hvort við getum eitthvað snúið til baka þar. En ég held að lagaumhverfi og kerfið sé að taka á því svo að þetta verði ekki með sama hætti til framtíðar,“ segir Guðmundur.
Félagsmál Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjavík Meðferðarheimili Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira