Innlent

Íbúi vist­að­ur í fang­a­geymsl­u í kjöl­far brun­ans á Eggerts­göt­u

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er vitað um eldsupptök en íbúðin virðist mikið skemmd að sögn sjónarvotta.
Ekki er vitað um eldsupptök en íbúðin virðist mikið skemmd að sögn sjónarvotta. Vísir/Einar
Íbúi íbúðarinnar á Eggertsgötu þar sem eldur kviknaði á sjöunda tímanum í kvöld var í annarlegu ástandi þegar hún var færð á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðayfirlöglegluþjóns, verður hún vistuð í fangageymslu í nótt þangað til hægt verður að yfirheyra hana.

Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en Jóhann Karl sagði rannsókn á eldsupptökum hefjast í fyrramálið.

Haft er eftir slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni en reykkafarar slökktu eldinn um klukkan hálf sjö. 






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×