Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 14:47 Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Vísir/Getty Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020. Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Erfitt er að áætla umfang skattsvika hér á landi en áætlað er að skattsvik á tímabilinu 2010 til 2013 hafi numið um 80 milljörðum króna á ári. Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020. Allt eru þetta upplýsingar sem koma fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem birt er á vef Alþingis. Fyrirspurn Þorsteins lýtur að skattaundanskotum almennt. Í svari Bjarna kemur meðal annars fram að eðli málsins samkvæmt liggi ekki fyrir greinagóð gögn um skattaundanskot en í febrúar 2017 var starfshópi falið að greina umfang og áhrif skattundanskota og skattsvika. Í úttekt hópsins kom fram að skattaundanskot á árunum 2010 til 2013 gætu hafa numið um 80 milljörðum króna. Í svarinu kemur fram að stigin hafa verið ýmis skref til að koma í veg fyrir skattaundanskot. Í fjármálaáætlun fyrir árin 2019–2023 er lögð áhersla á að uppræta undanskot og svik í skattkerfinu bæði með verkefnum innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Þar kemur fram að unnið verður að því að innleiða aukna ábyrgð í samráði við aðila á innlendum vinnumarkaði með fræðslu og leiðbeiningum, skýrum reglum, eftirliti og skattrannsóknum. Alþingi hefur þegar stigið nokkur skref til að efla skattaeftirlit en stigin verða fleiri skref á komandi árum. Horft verður til þess að aukin hlutdeild tölvutækni, þ.m.t. gervigreindar, og stafrænna lausna muni auðvelda stjórnvöldum að framkvæma skattheimtuna. Þá kemur fram í svari Bjarna til Þorsteins að ef vel tekst til við að herða aðgerðir á sviði skattaskila gæti það skilað ríkissjóði um einum milljarði króna á ári eftir árið 2020.
Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira