„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. október 2025 19:58 Hlédís Maren segir það lúxus og munað kvenna með völd að geta sagt karlmönnum að opna ekki dyr fyrir sig. Aðsend Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í. Hlédís skrifaði aðsenda grein á Vísi í vikunni með fyrirsögninni „Þjónn það er bakslag í súpunni minni“. Hún segist hafa fengið innblástur að greininni í frétt þar sem baráttukonur ræddu bakslag í jafnréttisbaráttu. „Baráttukonum hefur verið tíðrætt um bakslag og sérstaklega í samhengi við íhaldsógn,“ segir hún og meinar þá að ógnin sé að fleira ungt fólk sé að verða íhaldssamt. Hlédís ræddi grein sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlédís Maren segir baráttukonurnar hafa tekið dæmi um að kakóseremóníur og veganismi væru að víkja fyrir trú á hefðbundna fjölskyldu og beinasoð. Hún segist ekki hafa getað hætt að hugsa um þetta og hafi þess vegna ákveðið að skrifa greinina. Hún segist þekkja vel orðræðuna og kynjamálin í gegnum starf sitt sem félagsfræðingur en hafi á seinni árum gagnrýnt forsendur jafnréttisbaráttunnar. Það sé málstaður sem fólk vilji verja gegn beinum hagsmunum kvenna. „Þessi saga kvennaverkfallsins er saga annarrar bylgju femínisma sem vildi frelsa konur frá heimilinu og barneignum og umönnun barna sinna,“ segir Hlédís Maren og að henni hafi þótt öfugsnúið að til dæmis sé ráði konur sig í auknum mæli inn á leikskóla, til að fá pláss fyrir börnin sín, og séu þá að passa önnur börn en sín eigin svo einhver annar geti passað barnið þeirra. „Það hefur ekkert mátt ræða þetta sérstaklega og við erum með mjög mikil vandamál í leikskólakerfinu þegar,“ segir hún og að hún hafi orðið hugsi yfir þessum forsendum og hvort að hægt sé með heilbrigðari umræðu að mæta þörfum fólks betur. Hlédís segir margar baráttukonur fyrir kvennaverkfalli eiga kjarnafjölskyldur, mann og börn sem séu jafnvel komin til manns. Á sama tíma hafi ungar konur aldrei verið jafn ólíklegar til að eignast neitt af þessu. Fæðingartíðni sé ört lækkandi og ekki hægt að viðhalda samfélaginu með þeirri fæðingartíðni. Ekki allir femínistar sammála Hlédís segir að frá annarri bylgju femínisma hafi sú þriðja og fjórða tekið við. Það hafi verið kynfrelsisbylting og metoo og að skilaboðin sem hafi fylgt hverri byltingu samræmist ekki endilega. Þannig hafi allir verið sammála í #metoo en þegar Sigga Dögg kynfræðingur fór að tala um kyrkingar hafi örlað á því að ólíkar fylkingar femínismans væru ekki endilega sammála. „Ég held að þetta sé orðin svo mikil hugmyndafræði og það vantar stundum pragmatisma og spyrja hvað konur vilja í raun og veru og hvað þjónar hagsmunum kvenna, hvort við getum komið til móts við það og viðurkennt að það er bara fjölbreytileiki.“ Spurð hvort hún taki ekki undir að bakslag sé í jafnréttisbaráttu segir Hlédís Maren að hún sjálf vinni hjá Útlendingastofnun og þar sé óleiðréttur launamunur kynjanna konum í vil. „Það er margt sem hefur verið skakkt við framsetningu á tölum um þennan launamun,“ segir hún og að það sé annað umræðuefni. „Ég held við séum að framleiða fleiri vandamál en við þykjumst að leysa og ég held að staða kvenna sé frekar góð, í það heila.“ Hafa þá allir sömu tækifærin í samfélaginu? „Ég hef allavega ekki upplifað annað. Ég held ég fái meiri tækifæri ef eitthvað er. Ef maður lætur til sín kveða á þessum forsendum þá eru margir sem vilja hlusta á mann.“ Félagsleg vandamál frekar en feðraveldi Hvað varðar kynbundið ofbeldi telur Hlédís Maren að félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og að hún geti ekki fengið það út að feðraveldið orsaki það. „Ég bara get ekki fengið það út að það sé feðraveldi sem orsaki það. Við munum alltaf vera með félagsleg vandamál. Við erum með almenn hegningarlög og við tökum þessu alvarlega sem samfélag,“ segir hún og að hún geti ekki verið sammála því að allt ofbeldi gegn konum falli undir þennan hatt. „Þó að það mega færa rök fyrir því ef við förum á einhverjum hugmyndafræðilegum grunni að steypa konum inn í karllægt mót og förum að gera út af við hugmyndir eins og herramennsku. Þá hefur það sýnt sig að þetta kemur verst út fyrir neðstu stéttir kvenna,“ segir hún og að gildi herramennskunnar hafi verið verndandi fyrir konur, til dæmis gegn ofbeldi. Hún segir það lúxus og munað kvenna með völd í samfélaginu að geta sagt karlmönnum að opna ekki dyr fyrir sig, að þær séu sjálfstæðar konur. Hún segir áhugavert að ræða gildi ungs fólks í þessu samhengi og að það sé til umræðu almennt að ungt fólk sé að verða íhaldssamara. Hlédís Maren segir alltaf ákveðinn pendúl sem sveiflist og ákveðin gildi verði allsráðandi. Það sé verið að halda ákveðnum hugmyndum að ungu fólki, í til dæmis skólakerfinu. Þetta sé hugmyndafræði X-kynslóðar og hippakynslóðar og það sé ekki óeðlilegt að þróa með sér rómantíska sýn á fortíð. En ungt fólk horfi kannski á þessi gildi og svo stöðu sína í dag og komi þeim ekki saman. Varð afhuga í Covid Hún segist sjálf hafa sveiflast á þessum pendúl en það hafi „vinstrið“ líka gert. Hún var áður virk í starfi Vinstri grænna og sat í stjórn Ungra vinstri grænna frá 2013 til 2015. „Ég fór ekki í félagsfræði því ég var svo hægrisinnuð, vissulega ekki, en svo er maður búinn að lesa allar frumheimildirnar og ég gældi við allan póstmódernismann og Marx. Það höfðaði mjög til mín, frekar en pragmatískari kenningar Durkheim og eitthvað svoleiðis.“ Spurð hvað hafi breyst svarar hún að leiðin út sé í gegn og að hún hafi orðið afhuga þessum hugmyndum í heimsfaraldri Covid. „Ég held ég hafi skikkað sjálfa mig til að sitja á mínum hugmyndum. Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega. Því staðreyndin sú að það eru töluverð félagsleg viðurlög fyrir konur sem eru ekki sammála þessu,“ segir hún og hún sé viss um að flestir séu sammála henni en þori ekki að „like-a“ það sem hún segir af ótta við viðbrögð annarra. „Það eru miklu fleiri sammála mér en ósammála mér.“ Jafnréttismál Kynbundið ofbeldi Vinstri græn Reykjavík síðdegis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira
Hlédís skrifaði aðsenda grein á Vísi í vikunni með fyrirsögninni „Þjónn það er bakslag í súpunni minni“. Hún segist hafa fengið innblástur að greininni í frétt þar sem baráttukonur ræddu bakslag í jafnréttisbaráttu. „Baráttukonum hefur verið tíðrætt um bakslag og sérstaklega í samhengi við íhaldsógn,“ segir hún og meinar þá að ógnin sé að fleira ungt fólk sé að verða íhaldssamt. Hlédís ræddi grein sína í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlédís Maren segir baráttukonurnar hafa tekið dæmi um að kakóseremóníur og veganismi væru að víkja fyrir trú á hefðbundna fjölskyldu og beinasoð. Hún segist ekki hafa getað hætt að hugsa um þetta og hafi þess vegna ákveðið að skrifa greinina. Hún segist þekkja vel orðræðuna og kynjamálin í gegnum starf sitt sem félagsfræðingur en hafi á seinni árum gagnrýnt forsendur jafnréttisbaráttunnar. Það sé málstaður sem fólk vilji verja gegn beinum hagsmunum kvenna. „Þessi saga kvennaverkfallsins er saga annarrar bylgju femínisma sem vildi frelsa konur frá heimilinu og barneignum og umönnun barna sinna,“ segir Hlédís Maren og að henni hafi þótt öfugsnúið að til dæmis sé ráði konur sig í auknum mæli inn á leikskóla, til að fá pláss fyrir börnin sín, og séu þá að passa önnur börn en sín eigin svo einhver annar geti passað barnið þeirra. „Það hefur ekkert mátt ræða þetta sérstaklega og við erum með mjög mikil vandamál í leikskólakerfinu þegar,“ segir hún og að hún hafi orðið hugsi yfir þessum forsendum og hvort að hægt sé með heilbrigðari umræðu að mæta þörfum fólks betur. Hlédís segir margar baráttukonur fyrir kvennaverkfalli eiga kjarnafjölskyldur, mann og börn sem séu jafnvel komin til manns. Á sama tíma hafi ungar konur aldrei verið jafn ólíklegar til að eignast neitt af þessu. Fæðingartíðni sé ört lækkandi og ekki hægt að viðhalda samfélaginu með þeirri fæðingartíðni. Ekki allir femínistar sammála Hlédís segir að frá annarri bylgju femínisma hafi sú þriðja og fjórða tekið við. Það hafi verið kynfrelsisbylting og metoo og að skilaboðin sem hafi fylgt hverri byltingu samræmist ekki endilega. Þannig hafi allir verið sammála í #metoo en þegar Sigga Dögg kynfræðingur fór að tala um kyrkingar hafi örlað á því að ólíkar fylkingar femínismans væru ekki endilega sammála. „Ég held að þetta sé orðin svo mikil hugmyndafræði og það vantar stundum pragmatisma og spyrja hvað konur vilja í raun og veru og hvað þjónar hagsmunum kvenna, hvort við getum komið til móts við það og viðurkennt að það er bara fjölbreytileiki.“ Spurð hvort hún taki ekki undir að bakslag sé í jafnréttisbaráttu segir Hlédís Maren að hún sjálf vinni hjá Útlendingastofnun og þar sé óleiðréttur launamunur kynjanna konum í vil. „Það er margt sem hefur verið skakkt við framsetningu á tölum um þennan launamun,“ segir hún og að það sé annað umræðuefni. „Ég held við séum að framleiða fleiri vandamál en við þykjumst að leysa og ég held að staða kvenna sé frekar góð, í það heila.“ Hafa þá allir sömu tækifærin í samfélaginu? „Ég hef allavega ekki upplifað annað. Ég held ég fái meiri tækifæri ef eitthvað er. Ef maður lætur til sín kveða á þessum forsendum þá eru margir sem vilja hlusta á mann.“ Félagsleg vandamál frekar en feðraveldi Hvað varðar kynbundið ofbeldi telur Hlédís Maren að félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og að hún geti ekki fengið það út að feðraveldið orsaki það. „Ég bara get ekki fengið það út að það sé feðraveldi sem orsaki það. Við munum alltaf vera með félagsleg vandamál. Við erum með almenn hegningarlög og við tökum þessu alvarlega sem samfélag,“ segir hún og að hún geti ekki verið sammála því að allt ofbeldi gegn konum falli undir þennan hatt. „Þó að það mega færa rök fyrir því ef við förum á einhverjum hugmyndafræðilegum grunni að steypa konum inn í karllægt mót og förum að gera út af við hugmyndir eins og herramennsku. Þá hefur það sýnt sig að þetta kemur verst út fyrir neðstu stéttir kvenna,“ segir hún og að gildi herramennskunnar hafi verið verndandi fyrir konur, til dæmis gegn ofbeldi. Hún segir það lúxus og munað kvenna með völd í samfélaginu að geta sagt karlmönnum að opna ekki dyr fyrir sig, að þær séu sjálfstæðar konur. Hún segir áhugavert að ræða gildi ungs fólks í þessu samhengi og að það sé til umræðu almennt að ungt fólk sé að verða íhaldssamara. Hlédís Maren segir alltaf ákveðinn pendúl sem sveiflist og ákveðin gildi verði allsráðandi. Það sé verið að halda ákveðnum hugmyndum að ungu fólki, í til dæmis skólakerfinu. Þetta sé hugmyndafræði X-kynslóðar og hippakynslóðar og það sé ekki óeðlilegt að þróa með sér rómantíska sýn á fortíð. En ungt fólk horfi kannski á þessi gildi og svo stöðu sína í dag og komi þeim ekki saman. Varð afhuga í Covid Hún segist sjálf hafa sveiflast á þessum pendúl en það hafi „vinstrið“ líka gert. Hún var áður virk í starfi Vinstri grænna og sat í stjórn Ungra vinstri grænna frá 2013 til 2015. „Ég fór ekki í félagsfræði því ég var svo hægrisinnuð, vissulega ekki, en svo er maður búinn að lesa allar frumheimildirnar og ég gældi við allan póstmódernismann og Marx. Það höfðaði mjög til mín, frekar en pragmatískari kenningar Durkheim og eitthvað svoleiðis.“ Spurð hvað hafi breyst svarar hún að leiðin út sé í gegn og að hún hafi orðið afhuga þessum hugmyndum í heimsfaraldri Covid. „Ég held ég hafi skikkað sjálfa mig til að sitja á mínum hugmyndum. Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega. Því staðreyndin sú að það eru töluverð félagsleg viðurlög fyrir konur sem eru ekki sammála þessu,“ segir hún og hún sé viss um að flestir séu sammála henni en þori ekki að „like-a“ það sem hún segir af ótta við viðbrögð annarra. „Það eru miklu fleiri sammála mér en ósammála mér.“
Jafnréttismál Kynbundið ofbeldi Vinstri græn Reykjavík síðdegis Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira