Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2019 12:12 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. Samfylkingin hefur lagt fram 10 ítarlegar breytingar tillögur á áætluninni. Breyttar horfur í efnahagslífinu, fall WOW, hvarf loðnunnar sem og samdráttur í ferðaþjónustu, bentu til að áætluð afkoma ríkisjóðs gæti versnað um 35 milljarðar á árunum 2019 og 2020. Í ljósi þess var lagt til að fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisins yrði endurskoðuð. Fjárlaganefnd var með seinni umræðu um málið á fundi sínum í gær og hefur hlotið mikla gagnrýni bæði frá Samfylkingunni og Öryrkjabandalaginu um hvernig skera eigi niður til að mæta þessum halla. Á blaðamannafundi í morgun gagnrýndi Samfylkingin ríkistjórnina og telur hana skorta framtíðarsýn. „Hér er verið að lækka og draga úr og skera niður fyrirhuguð útgjöld til öryrkja, spítala, til heilsugæslunnar, til framhaldsskóla, til samgöngu mála. Þannig að hér eru svo sannarlega niðurskurðartillögur frá því sem tilkynnt var í mars. Þannig að hér er svo sannarlega verið að lækka fjárframlög á milli umræðna. Um það snýst pólitíski ágreiningurinn í dag,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd. Áætlunin nær til ársins 2024 og telur Samfylkingin tölurnar í henni ansi bólgnar. Samanlagt sé verið að ræða um ríkisútgjöld upp á fimm þúsund milljarða króna. Samfylkingin telur meðal annars fráleitt að opinberir starfsmenn og opinber þjónusta taki á sig fyrirhugaða kólnun hagkerfisins. „Við gerum það með því að sækja peningana þar sem þeir eru til. Með því að hafa hærri auðlinda- og veiðileyfagjöld. En það var forgangsmál þessarar ríkistjórnar að lækka auðlindagjöldin um þrjá milljarða. Veiðileyfagjöldin eru álíka há og tóbaksgjöld í upphæðum. Við gætum til dæmis hækkað fjármagnstekjuskatt, en samt verið með lægsta fjármagnstekjuskatt á öllum norðurlöndunum. Í þriðja lagi innleitt hér tekjutengdan auðlegðarskatt. Í fjórða lagi er það virkilega forgangsmál að lækka bankaskatt í þessu árferði? Tekjurnar eru svo sannarlega fyrir hendi en það skortir pólitískan vilja til að ná í þær,“ segir hann.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Sjávarútvegur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“