Segir námsárangur nemenda aukast ef skólahaldi yrði seinkað Sylvía Hall skrifar 24. júní 2019 20:09 Skólameistari FB segir það hafa margvíslegar jákvæðar afleiðingar að seinka skólahaldi. Mynd/Getty Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00