Segir námsárangur nemenda aukast ef skólahaldi yrði seinkað Sylvía Hall skrifar 24. júní 2019 20:09 Skólameistari FB segir það hafa margvíslegar jákvæðar afleiðingar að seinka skólahaldi. Mynd/Getty Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00