Núvitund Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 27. júní 2019 13:16 Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Við hjónin létum langþráðan draum rætast í vor og keyptum okkur notaðan húsbíl. Við sögðum hvort við annað að þá værum við frjálsir menn. Með farartækinu getur maður haldið hvert sem er, engum háður. Við höfum líka rætt í gríni að í raun sé þetta risastór barnavagn. Það er í mörg horn að líta hjá manni og við höfum verið léleg í því sem kallað er núvitund. Meira lifað á hlaupum við að ná í skottið á sjálfum okkur með misgóðum árangri. Við höfum komist að því að besti möguleiki okkar til þess að komast í núvitund er að vera í kringum barnabörnin. Fyrir nokkru var ég að koma úr erfiðri jarðarför og sat í líkbílnum ásamt reynslumiklum útfararstjóra og spurði hann hvort hann væri í starfstengdri handleiðslu. Hann tjáði mér að hann hefði þann háttinn á ef dagurinn hefði verið erfiður að ná í barnabörnin og leika við þau. Það væri besta heilunin sem hann gæti fengið. Ég uppgötvaði þá, án þess að hafa hugsað það fyrr, að ég hefði notað svipaða aðferð. Því þegar ég hef komið úr sárum og óréttlátum aðstæðum lífsins hefur mér ekkert þótt betra en að horfa inn í barnsaugu og sjá áhyggjuleysi, leik og gleði ungra barna. Þess vegna var fyrsta ferðin í húsbílnum farin með barnabörnunum. Þá er vaknað eldsnemma að morgni, hafragrautur settur á borðið og enn og aftur sögð sagan af Gullbrá sem borðar allan grautinn frá Bangsa litla eða um hann Sigga sem aldrei vildi borða matinn sinn og varð svo lítill að hann lenti ofan í ruslafötu með annan fótinn ofan í eggjaskurn og hinn ofan í majonesdollu … Samvera með börnum snýst um að hvíla í núinu og lifa ævintýrið. Það hægist á tímanum meðan grautur kólnar og barnshjarta bíður eftir síendurtekinni sögu.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun