Ekki ólöglegt fyrir flokka að hagræða kjördæmamörkum sér í vil Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:55 Fólk bíður dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna með óþreyju fyrir utan dómhúsið í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times
Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira