Ekki ólöglegt fyrir flokka að hagræða kjördæmamörkum sér í vil Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 14:55 Fólk bíður dóma Hæstaréttar Bandaríkjanna með óþreyju fyrir utan dómhúsið í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times Bandaríkin Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp dóm í dag um að það stangist ekki á við stjórnarskrá að stjórnmálamenn hagræði kjördæmamörkum fyrir kosningar til að gagnast þeirra eigin flokki. Íhaldsmenn í réttinum stóðu að dómnum en frjálslyndu dómararnir skiluðu minnihlutaáliti á móti. Deilur um hvernig kjördæmamörk eru dregin upp fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og ríkisþinga hafa geisað í Bandaríkjunum undanfarin ár. Bæði repúblikanar og demókratar hafa nýtt sér meirihluta á ríkisþingum til þess að draga upp ný kjördæmamörk sem eru hönnuð til að auðvelda flokkunum að ná kjöri. Hæstiréttur tók tvö slík mál fyrir í dag og komst að þeirri niðurstöðu að alríkisdómstólar hefðu ekkert með það að gera hvernig ríkisþingin ákveða kjördæmamörk eða taka fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum þar. Það stangist ekki á við stjórnarskrá Bandaríkjanna að hanna þau til að þau gagnist sérstaklega einstökum stjórnmálaflokkum. Fimm íhaldsmenn í dómnum undir fyrstu John Roberts, forseta hæstaréttarins, komust að þeirri niðurstöðu að stofnendur Bandaríkjanna hefðu gert ráð fyrir að pólitík hefði áhrif á kjördæmamörk þegar þeir fólu ríkisþingum að draga þau upp. Elena Kagan skrifaði minnihlutaálit frjálslyndu dómaranna. „Í fyrsta skipti í sögunni hefur þessi dómstóll neitað að leiðrétta stjórnarskrárbrot vegna þess að hann telur verkefnið hafið yfir lögfræðilega getu sína,“ skrifaði Kagan.„Betra að kjósa repúblikana en demókrata“ Eitt málanna sem hæstirétturinn tók afstöðu til var frá Norður-Karólínu þar sem fylgi flokkanna tveggja hefur verið jafnt. Þar viðurkenndi David Lewis, fulltrúi repúblikana í nefnd sem dró upp ný kjördæmamörk, að hann hefði gert það til að gagnast flokki sínum sem mest. „Ég held að það að kjósa repúblikana sé betra en að kjósa demókrata. Þannig að ég dró upp þetta kort til að hjálpa til við að stuðla að því sem ég tel betra fyrir landið,“ sagði Lewis. Markmið hans væri að repúblikanar fengju tíu þingmenn gegn þremur þingmönnum demókrata en aðeins vegna þess að hann taldi ekki fræðilega mögulegt að repúblikanar gætu fengið ellefu þingmenn gegn tveimur. Þegar kosið var eftir nýju kjördæmamörkunum fengu repúblikanar 53% atkvæða í ríkinu en unnu sigur í tíu af þrettán kjördæmum, 77% kjördæmanna. Í Maryland voru demókratar á ríkisþinginu sakaðir um að hafa breytt kjördæmamörkum til að tryggja sér þingsæti í kjördæmi þar sem repúblikani hafði unnið sigur. Ríkisdómstólar í einstökum ríkjum hafa fellt úr gildi kjördæmamörk sem þeir töldu stangast á við stjórnarskrá ríkjanna, þar á meðal í Ohio og Michigan. Sums staðar hafa ríki ákveðið að færa valdið til að ákveða kjördæmamörk úr höndum stjórnmálamanna og skipað sérstakar nefndir til þess.Frétt Washington PostFrétt New York Times
Bandaríkin Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira