Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 07:55 Af frambjóðendum tíu sem öttu kappi í gær eru þau Biden (t.v.), Sanders (f.m.) og Harris (t.h.) eygja mesta von um sigur í forvalinu. AP/Wilfredo Lee Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24