Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 13:46 Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. Vísir/ap Hitinn sem mældist í Frakklandi í dag er sá hæsti sem hefur mælst þar í landi frá því mælingar hófust. Í franska bænum Carpentras í suðausturhluta landsins mældist hitinn 44,3 stig í dag og sló þar með fyrra met frá árinu 2003 þegar hitastigið mældist 44,1 stig í Montpellier og Nîmes þegar mannskæð hitabylgja reið yfir hluta Evrópu. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. Franska veðurstofan sagði að líklegt væri að hitinn hækkaði þegar líður á daginn og vara við því að hitinn geti farið yfir 44,3 stigin sem mældust í dag. Víða um Frakkland hefur skólum ýmist verið lokað eða foreldrar beðnir um að hafa börnin sín heima í dag.Uppfært kl. 14:03. Franska veðurstofan hefur nú greint frá því að laust fyrir klukkan þrjú í dag að staðartíma hafi hitinn mælst 45,1 stig í Villevieille í suðurhluta Frakklands. Uppfært kl. 15:50: Franska veðurstofan greinir nú frá því að enn eitt hitametið hafi verið slegið. Hitinn mældist 45,8 stig í bænum Gallargues-le-Montueux. Frakkland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Hitinn sem mældist í Frakklandi í dag er sá hæsti sem hefur mælst þar í landi frá því mælingar hófust. Í franska bænum Carpentras í suðausturhluta landsins mældist hitinn 44,3 stig í dag og sló þar með fyrra met frá árinu 2003 þegar hitastigið mældist 44,1 stig í Montpellier og Nîmes þegar mannskæð hitabylgja reið yfir hluta Evrópu. Hitabylgja gengur nú yfir Evrópu og hitamet júnímánaðar hafa víða í álfunni verið slegin. Þá keppast slökkviliðsmenn í norðausturhluta Spánar við að ná tökum á kjarreldum sem þar geisa. Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi. Franska veðurstofan sagði að líklegt væri að hitinn hækkaði þegar líður á daginn og vara við því að hitinn geti farið yfir 44,3 stigin sem mældust í dag. Víða um Frakkland hefur skólum ýmist verið lokað eða foreldrar beðnir um að hafa börnin sín heima í dag.Uppfært kl. 14:03. Franska veðurstofan hefur nú greint frá því að laust fyrir klukkan þrjú í dag að staðartíma hafi hitinn mælst 45,1 stig í Villevieille í suðurhluta Frakklands. Uppfært kl. 15:50: Franska veðurstofan greinir nú frá því að enn eitt hitametið hafi verið slegið. Hitinn mældist 45,8 stig í bænum Gallargues-le-Montueux.
Frakkland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00 Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni. 28. júní 2019 08:00
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Rauð viðvörun vegna hitans Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu. 28. júní 2019 06:54
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24