Fjölskylda greiddi 1,3 milljónir fyrir íbúð sem reyndist ekki vera til staðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2019 19:00 Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar. Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þrjár fjölskyldur sem leigt hafa íbúð af íslenskum leigusala á Tenerife sitja eftir með sárt ennið. Fjölskyldurnar lentu í því að hafa ekkert húsnæði þegar komið var í fríið. Dæmi er um að fjölskylda hafi greitt 1,3 milljónir fyrir íbúð sem ekki var til staðar. Ein fjölskyldan hefur lagt fram kæru í málinu og íhugar önnur að leita réttar síns. Síðastliðinn vetur fór Gunnhildur til Tenerife með fjölskyldunni í frí. Ákveðið var að leigja íbúð í gegnum íslenska þjónustu að nafni Tenerife Leigumiðlun. Fjölskyldan millifærði á leigusalann tæpa hálfa milljón fyrir vikudvöl í húsnæðinu. Þegar út var komið tók leigusalinn á móti fjölskyldunni og tjáði þeim að húsnæðið sem þau höfðu leigt væri ekki hæft til notkunar. Þess í stað hefði hann útvegað fjölskyldunni annarri íbúð, en eins og sjá má á myndunum eru íbúðirnar ekki sambærilegar. „Við vildum fá að sjá húsin og þau voru mjög langt frá því sem við vorum búin að borga fyrir. Við gátum ekki einu sinni setið öll og fengið okkur kvöldmat saman því það voru hvorki stólar né borðbúnaður til að gera það,“ sagði Gunnhildur Guðnýjardóttir, innanhússarkitekt. Leigusalinn sem um ræðir er íslenskur en íbúi á Tenerife segir algengt að Íslendingar leitist við að leigja íbúðir af öðrum Íslendingum. „Við trúðum þessu eiginlega ekki. Þetta lá á manni allan tímann. Þrátt fyrir að hafa fundið aðra íbúð þá vorum við búin að borga mikið og þurftum svo að borga enn meira til að vera á einhverjum almennilegum stað,“ sagði Gunnhildur.Íbúðirnar eru auglýstar í hinum ýmsu hópumSKJÁSKOT ÚR FRÉTTÖnnur fjölskylda sem fréttastofa náði tali af og leigði íbúð í gegnum sömu leigumiðlun, greiddi 1.3 milljónir fyrir gistingu. Þegar þau lentu á Tenerife var engin íbúð til staðar og fjölskyldan á götunni. Tóku þau upp á því að kanna málið frekar og fóru að skráðu heimilisfangi leigumiðlunarinnar en þar kannaðist enginn við leigusalann sem þau höfðu verið í sambandi við. Þurftu þau því að greiða hótelkostnað en að þeirra sögn hafa þau enn ekki fengið íbúðina endurgreidda. Fjölskyldan hefur leitað til lögmanns og er búið að leggja fram kæru í málinu. Að sögn lögmannsins hefur önnur fjölskylda sett sig í samband við hann í dag. Gunnhildur segir mikilvægt að fólk sé varað við umræddum viðskiptum. „Við viljum ekki að fleiri lendi í því sama og við. Þetta er bara hræðilegt að lenda í þessu og vera svo í stappi við manneskju sem ekki er hægt að treysta á neinn hátt,“ sagði Gunnhildur. Ekki náðist í leigusalann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðalög Lögreglumál Neytendur Spánn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira