Allra augu á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Trump og Pútín áttu fund í Japan í gær. Nordicphotos/AFP Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27