Forvarnir hefjast heima Sigríður Björnsdóttir skrifar 13. júní 2019 07:30 Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Sjá meira
Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga. Í fyrsta lagi ættu að liggja fyrir greinargóðar upplýsingar um námskeið, ýmis hagnýt atriði og um starfsfólk hjá félögum og öðrum sem bjóða upp á námskeið eða svipaða þjónustu fyrir börn og ungmenni. Ef slíkar upplýsingar eru ekki aðgengilegar á vefsíðu eða annars staðar ættu foreldrar að spyrja eftirtalinna spurninga:Hvers konar aðgerðaáætlun er til staðar ef upp kemst um ofbeldi á börnum?Hvernig eru starfsmenn og sjálfboðaliðar þjálfaðir til að vernda börn gegn kynferðislegu ofbeldi?Hvaða starfsreglur gilda varðandi einveru fullorðinna starfsmanna með börnum? Í öðru lagi ættu foreldrar og forsjáraðilar að endurskoða kaup á þjónustu frá viðkomandi aðila ef ekki fást fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum. Foreldrar eru ekki með börnum sínum allan daginn og geta ekki verið á verði. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir séu meðvitaðir um í hvernig aðstæðum kynferðisofbeldi á sér stað, séu upplýstir og sendi börn sín ekki á staði þar sem þau eru ekki örugg. Forvarnir hefjast heima með því að foreldrar kenna barni sínu að setja mörk og þekkja merki um það þegar þau eru ekki virt. Áður en kemur að því að þú skiljir barnið þitt eftir í umsjón annarra er mikilvægt að þú hafir rætt opinskátt við barnið um forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Hafir frætt það um jákvæð og neikvæð samskipti og snertingu þannig að það geri sér grein fyrir því þegar farið er yfir mörkin og segi frá þegar farið er yfir þau. Það er einnig mikilvægt að barnið fái skýr skilaboð um að það geti og eigi að segja „nei“, eða „ég vil þetta ekki“ ef því finnst snerting eða samskipti óþægileg. Taktu mark á eigin innsæi. Ef samskipti við einstakling vekja ónotatilfinningu hjá þér eða barni þínu ættir þú ekki að skilja barnið þitt eftir í slíkum aðstæðum. Þú gætir rætt þetta við aðra foreldra og kannað hvort þeir séu á sama máli. Ef barnið segir þér að því líði skringilega í kringum tiltekinn einstakling þá er mikilvægt að hlusta á barnið og gera viðeigandi ráðstafanir. Til að ganga úr skugga um að öryggi barns sé tryggt þegar það er í umsjá annarra er mikilvægt að spyrja barnið um líðan og annað þegar það er sótt eða kemur heim. Spyrja ætti spurninga á borð við: Hvernig leið þér? Hvað voru þið að gera? Með hverjum voruð þið? Þegar við erum meðvituð höfum við skýr markmið um hvernig við ætlum að vernda barnið okkar og hegðum okkur í samræmi við það.
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar