Nýr veruleiki Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2019 09:00 Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun