Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Hópur skrifar 19. júní 2019 07:00 Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun