Maður í annarlegu ástandi sprautaði úr brunaslöngu á þingvörð í bílakjallara Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 18:42 Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald. Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald.
Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira