Að vera elskaður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2019 07:00 „Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Engin kona getur kallað sjálfa sig frjálsa þar til hún getur valið hvort hún vill eða vill ekki verða móðir“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Margaret Sanger árið 1922. Margaret talaði af reynslu. Hún var ein ellefu systkina sem komust á legg en móðir hennar eignaðist átján börn á 23 árum og dó frá þeim fyrir fimmtugt. Æska Margaret hafði mikil áhrif á hana og mótaði ævistarf hennar. Orðasambandið takmörkun barneigna (e. birth control) er komið frá henni og hún opnaði fyrstu getnaðarvarnaklíník Bandaríkjanna í New York árið 1916, sem var reyndar lokað skömmu síðar og hún ákærð fyrir að fræða konur um hvernig börn verða til. Margaret gafst ekki upp. Hún stofnaði alþjóðasamtök um skipulagðar barneignir og átti stóran þátt í þróun getnaðarvarnapillunnar á sjötta áratugnum. Áhrifavaldar eins og Margaret greiða slóð mannréttinda. Ef kona telur sig ekki færa um að ala barn þá er ekki annarra að ákveða hið gagnstæða. Sama hvað fólki finnst þá halda konur áfram að fara í þungunarrof hvort sem það er bannað eða ekki. Það er hins vegar undir lögunum komið hvort það sé gert við aðstæður sem eru farsælastar fyrir konuna. Við vitum að enn í dag eru þungunarrof gerð í bakhúsum, við óhreinar aðstæður og jafnvel framkvæmdar af óhæfum aðila sem leiðir oft til alvarlegra fylgikvilla eða dauða. Það er súrrealískt að á sama tíma og okkar þingmenn sýna í verki að þeir standa með kvenfrelsi horfum við á bylgju afturfara í mörgum fylkjum Bandaríkjanna þar sem konur geta ekki endað þungun án þess að það leiði til sakamáls. En ekki fylgir sögunni hver ætlar að hugsa um barnið sem móðirin vill ekki ala? Er betra að fæðast og vera ekki elskaður?
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar