Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2019 13:56 Harvey Weinstein. Vísir/Getty Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein og fyrrverandi stjórnarmeðlimir fyrirtækis hans hafa náð bráðabirgða samkomulagi við konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislega misnotkun. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir lögmönnum aðila málsins að samkomulagið, sem á að leysa úr málshöfðunum og bæta meintum fórnarlömbum hans miska, sé 44 milljóna dollara virði, eða því sem nemur um 5,4 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Á níunda tug kvenna sökuðu Weinstein um að hafa brotið á þeim og fjöldi þeirra hafa höfðað einkamál gegn honum. The New York Times segir ástæðu þess vera þá að þær ásakanir sem þær hafa fært fram á hendur honum varði ekki hegningarlög og verði því ekki tekin upp af saksóknara. Fellur kynferðisleg áreitni undir þann flokk. Fyrir dóm í New York í júní Ásakanir tveggja kvenna hafa þó leitt til ákæru gegn honum sem þýðir að saksóknari mun sækja hann til saka í New York í júní næstkomandi. Ásakanir kvennanna varða kynferðislegt ofbeldi, þar á meðal nauðgun. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér fangelsisvist til æviloka. Samkomulagið sem fjallað er um í Bandaríkjunum í dag varðar einkamál sem konur hafa höfðað gegn honum. Það tengist því ekki þeim ákærum sem hann þarf að verjast í New York í júní. Upphæð þessa bráðabirgða samkomulags, 44 milljónir Bandaríkjadala, er minna en helmingur þess sem var til tals í fyrra þegar rætt var um bætur til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Samkvæmt þessu samkomulagi þá munu þrjátíu milljónir dollara renna til þeirra sem hafa sakað hann um áreitni. Afgangurinn færi í greiðslu til lögmanna sem bæði höfða mál og verja þá sem er stefnt. Tryggingafélög eru sögð eiga að greiða þessa upphæð. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál og því ekki vitað nákvæmlega í hverju það felst. Þar á meðal hvort þar megi finna viðurkenningu Weinstein á sekt. Einn sá valdamesti um árabil Weinstein er 67 ára gamall og var einn valdamesti maður Hollywood um árabil. Kvikmyndir sem hann hefur framleitt hafa hlotið 81 Óskarsverðlaun frá árinu 1999. Árið 2017 greindi Quartz frá því að hann hefði verið orðinn svo valdamikill í Hollywood að honum hefði verið þakkað jafn oft og guði í þakkarræðum Óskarsverðlaunahafa.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent