Brian Kolfage, fyrrverandi hermaður í bandaríska flughernum, birti mynd á netinu af uppsetningu stálgerðisins sem fór fram í Nýju Mexíkó.
Hann sagði að tekist hafi að fjármagna 2,74 milljarða íslenskra króna, sem safnast hafi í gegnum hópfjáröflunina sem fór fram á netinu í fyrra.
Fjáröflunin fór af stað eftir að bandaríska þingið neitaði að veita Donald Trump fjármagn til að standa við þetta alræmda kosningaloforð sitt.
WE MADE HISTORY! The first crowdsource funded international border wall! Paid for with donations from our @gofundme DONATE TODAY! @RyanAFournier @SebGorka @DRUDGE @PeteHegseth @SarahPalinUSA @TeamTrump @DonaldJTrumpJr @JesseBWatters @GOPLeader @TeamCavuto @TwitchyTeam pic.twitter.com/XoNvSagGWQ
— Brian Kolfage (@BrianKolfage) May 27, 2019
„Okkur tókst það! Fyrsti alþjóðlegi landamæramúrinn sem fjármagnaður er af almenningi!“ skrifaði Kolfage á Twitter.
Sjálfseignarstofnunin WeBuildtheWall Inc. Sér um byggingu veggsins og var Kolfage stofnaði hana eftir að hafa sett upp hópfjáröflunina í desember sem titluð var „Við, fólkið, munum fjármagna múrinn,“ (e. We The People Will Fund The Wall).
Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, situr í ráðgjafanefnd WeBuildtheWall. Steve Bannon var vikið úr starfi sínu sem aðalráðgjafi þann 18. Ágúst 2017.
Bannon sagði í samtali við CNN að þessi viðbót við múrinn myndi tengja saman tvo hluta múrsins sem nú þegar eru komnir upp. Hver þeirra er 34 kílómetrar á lengd.
Kris Kobach, fyrrverandi utanríkisráðherra Kansas ríkis, sem nú er ráðgjafi WeBuildtheWall sagði í samtali við CNN að þessi hlekkur múrsins gæti kostað allt að einn milljarð íslenskra króna.
Hópurinn hefur ráðið Fisher Industries, sem er verktakastofa frá Norður Dakota til að vinna verkið, en Trump hefur lýst því yfir að Fisher ætti að fara með uppsetningu múrsins.

Allen sagði að uppsetningin, sem er um það bil 800 metra löng yrði búin í lok vikunnar.
Allen sagði í samtali við fréttastofu AFP að „þetta væri leið Bandaríkjamanna til að segja þinginu að það væri „gagnslaus og við erum að berjast gegn ykkur. Við ætlum að byggja [múrinn] sjálf.““
„Þetta er ekki Evrópa. Þetta eru Bandaríkin. Við verndum landamæri okkar.“
Hann neitaði því að hata innflytjendur og því til stuðnings lýsti hann því yfir að hann væri giftur mexíkóskri konu og að dóttir hans hafi verið fædd í Ciudad Juarez.
„Þetta snýst ekki um kynþáttafordóma,“ sagði Allen við AFP. „Þetta snýst um að ég geta varið mig og að landamæri Bandaríkjanna séu örugg.“
„Ef fólk vill flytja inn í landið á það að fara að landamærastöð og sækja um það.“
WeBuildtheWall sagði í tilkynningu að þetta væri bara byrjunin í verkefni þeirra við að verja landamæri Bandaríkjanna í suðri.
„Spennið sætisólarnar, við erum rétt að byrja!“ skrifaði hópurinn á Facebook síðu sinni.
Bandaríska landamæraeftirlitið segir verkefnið ekki tengjast sinni vinnu.