Íslendingarnir í Ástralíu sjá fram á langa dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 08:45 Ferðataskan sem annar Íslendinganna var gripinn með. Ástralska lögreglan Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag. Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Íslendingarnir tveir sem handteknir voru í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni hafa báðir játað sök í málinu. Þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi Victoria-sýslu í Melbourne í dag sagði dómarinn að ljóst væri að mennirnir tveir hefðu flutt kókaínið inn til Ástralíu sem burðardýr. Mennirnir tveir, Brynjar Smári Guðmundsson og Helgi Heiðar Steinarsson, voru handteknir í nóvember á síðasta ári. Í áströlskum fréttamiðlum voru þeir sagðir hafa verið handteknir með tæplega 6,7 kíló af kókaínu í fórum sínum að virði 2,5 milljóna ástralska dollara, um 220 milljónir króna. Þá kom einnig fram að frekari rannsókn á efnunum myndi ákvarða magn og hreinleika efnisinsÍ frétt The Sydney Morning Herald af dómsmálinu gegn þeim segir hins vegar að Brynjar Smári hafi flutt inn 2,1 kíló af kókaíni og Helgi Heiðar 1,5 kíló af hreinu kókaíni. Alls er virði magnsins sem þeir fluttu inn 2,9 milljónir ástralska dollara, um 250 milljónir króna. Hafa þeir setið í gæsluvarðhaldi í Ástralíu frá því að þeir voru handteknir.Báðir játa þeir sök í málinu en í frétt Herald segir að brot Brynjars varði allt að lífstíðarfangelsi en brot Helga varði allt að 25 ára fangelsi.Lítil tannhjól Dómarinn í málinu sagði ljóst að Íslendingarnir tveir væru aðeins lítil tannhjól í vef alþjóðlegra glæpasamtaka sem í auknum mæli nýttu sér ungt og menntað fólk sem burðardýr. Minni líkur væru á að lögreglumenn og tollverðir grunuðu slíkt fólk um græsku. Þetta væri eitthvað sem dómarinn sæi í æ meira mæli í eigin dómsal. „Oftar en ekki eru viðkomandi komnir af góðum fjölskyldum, þetta eru einstaklingar sem eru í háskóla eða að byrja í háskóla. Þetta sér maður æ oftar,“ sagði dómarinn. Fjölskyldur beggja manna voru viðstaddir fyrirtöku málsins og sögðu lögmenn þeirra að Íslendingarnir tveir skömmuðust sín fyrir að hafa tekið þátt í innflutningnum og að góðar líkur væri á endurhæfingu þeirra í fangelsi.Ákvaðu að flytja efnin inn til að greiða skuldir Lögmaður Brynjars Smára sagði hann hafa samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða 1,7 milljóna króna fíkniefnaskuld. Þá sagði lögfræðingur Helga Heiðars að hann hafi samþykkt að flytja inn kókaínið til að greiða tæplega eina milljón króna í skuld sem komið hafi til vegna fíkniefnanotkunar kærustu hans sem og hans eigin. Sagði lögmaður Helga Heiðars að hann skammaðist sín sérstaklega fyrir að hafa tekið þátt í að flytja efnin til Ástralíu, þar sem hann hafi séð áhrifin sem kókaín hafi haft á kærustu hans. Þá lagði lögmaður Brynjars Smára áherslu á það að hann væri með vinnu í fangelsinu sem hann dvelur í, væri að ljúka stærðfræðiáfanga og hafi hafið nám í upplýsingatækni. Dómsuppkvaðning í málinu fer fram á föstudag.
Ástralía Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. 8. nóvember 2018 12:30