Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Ferðataskan sem annar Íslendingurinn var handtekinn með á flugvellinum. ástralska lögreglan Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi. Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi.
Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30
Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“