Íslendingar í haldi: Líklegast að kókaínið hafi átt að fara á markað í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 12:30 Ferðataskan sem annar Íslendingurinn var handtekinn með á flugvellinum. ástralska lögreglan Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi. Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Líklegast er að 6,7 kíló af kókaíni sem tveir Íslendingar eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til Ástralíu hafi átt að fara á markað þar í landi. Ástæðan er sú að verðið á kókaíni er gríðarlega hátt í Ástralíu og því er afar óalgengt að efninu sé smyglað í gegnum landið áleiðis á annan markað. Að því er fram kemur í skýrslunni Global Drug Survey, sem kom út fyrr á þessu ári, er verðið á grammi af kókaíni í Ástralíu það næsthæsta í heiminum, um 310 ástralskir dollarar sem samsvarar um 27 þúsund íslenskum krónum.Koma aftur fyrir dómara í febrúar Tveir Íslendingar sæta nú gæsluvarðhaldi í Ástralíu vegna málsins en þeir voru handteknir á mánudag. Annar þeirra, hinn 25 ára gamli Brynjar Smári Guðmundsson, var handtekinn á flugvellinum í Melbourne þar sem fjögur kíló af kókaíni fundust í ferðatösku hans. Hann var að koma frá Hong Kong. Hinn Íslendingurinn, Helgi Heiðar Steinarsson er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi þar sem hann hafði dvalið. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í febrúar og munu þeir verða leiddir fyrir dómara í Melbourne þann 13. febrúar næstkomandi klukkan 10. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við Vísi í gær að borgaraþjónusta ráðuneytisins væri að veita mönnunum þá aðstoð sem henni er vanalega unnt en aðstoð þjónustunnar felst meðal annars í því að finna lögmenn sem hafa sérþekkingu á viðkomandi réttarsviði. Brot mannanna geta varðað allt að ævilöngu fangelsi að því er fram kom á vef áströlsku tollgæslunnar í vikunni. Talið er að virði efnanna sem alls um 2,5 milljónir króna eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.Hlaut sjö ára dóm fyrir að reyna að smygla rúmum tveimur kílóum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar eru handteknir í Ástralíu vegna fíkniefnainnflutnings. Í ágúst 2013 voru tveir Íslendingar teknir með kókaín á flugvellinum í Melbourne. Í maí 2015 hlaut annar þeirra, Siguringi Hólmgrímsson, sjö ára fangelsisdóm vegna málsins en hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Að því er fram kom í frétt Vísis um dóminn hafði Siguringi skipt efninu niður í sína tösku og tösku ferðafélaga síns sem vissi ekki af efninu.Aukin eftirspurn eftir kókaíni Mennirnir voru stöðvaðir við komuna til Melbourne. Dómari í málinu sagði Siguringa „grimman og hjartalausan“ fyrir að hafa komið svona fram við félaga sinn en hann sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 567 daga. Siguringi var sagður hafa flutt efnin til Ástralíu til að losna undan 2,3 milljóna dópskuld hér heima. Samkvæmt nýlegri skýrslu ástralskra yfirvalda um fíkniefnamarkaðinn þar í landi hefur eftirspurn eftir kókaíni aukist mjög í landinu undanfarin ár. Á árunum 2016 til 2017, sem skýrslan tekur til, höfðu aldrei jafnmargir verið handteknir eða jafnmikið af kókaíni verið gert upptækt í Ástralíu, en alls gerðu yfirvöld tæplega 5.000 kíló af kókaíni upptæk. Engar upplýsingar fást að svo stöddu frá áströlsku lögreglunni um mál Íslendinganna sem eru í haldi.
Tengdar fréttir Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30 Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Tveir Íslendingar í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning Tveir Íslendingar eru í haldi í Ástralíu eftir að mikið magn af kókaíni, alls 6,7 kíló, fundust í ferðatösku í annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne sem og á hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið. 7. nóvember 2018 06:30
Borgaraþjónustan aðstoðar Íslendingana sem eru í haldi Ástralíu Mál tveggja Íslendinga sem eru í haldi í Ástralíu grunaðir um stórfelldan innflutning á kókaíni til landsins er komið inn á borð borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. 7. nóvember 2018 13:06