Jón Steindór: Fullveldið nýtt til hins ýtrasta með ESB-aðild Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 22:00 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreiðsnar. vísir/vilhelm „Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“ Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Við teljum happadrýgst fyrir Íslendinga að treysta enn frekar tengsl sín við önnur ríki Evrópu með aðild að ESB og nýta þannig fullveldið til hins ýtrasta til að bæta hag þjóðarinnar.“ Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í Eldhúsdagsumræðum á þinginu í kvöld. Jón Steindór sagði að með aðild að ESB myndi íslensk þjóð takast best á við þau stóru sameiginlegu verkefni sem blasi við og verði að leysa með enn öflugri samvinnu. Nefndi hann þar vá í loftslags- og umhverfismálum.Vaxandi áhugi evrópsks almennings Þingmaðurinn ræddi svo niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins sem haldnar voru í liðinni viku. Sagði hann kosningarnar hafa um margt hafa verið afar mikilvægar þar sem kosningaþátttaka var mikil í sögulegu samhengi – yfir fimmtíu prósent að meðaltali sem sýndi fram á vaxandi áhuga almennings. Jón Steindór sagði hefðbundna flokkakerfi á Evrópuþinginu hafa riðlast nokkuð og flóra flokkabandalaga orðið fjölbreyttari. „Vissulega náðu popúlískir flokkar nokkrum árangri en eftir sem áður er kristaltært að þeir sem styðja vöxt og viðgang ESB eru í yfirgnæfandi meirihluta. Uppgangur popúlisma víðvegar í heimunum er verulegt áhyggjuefni og þess vegna er gleðilegt og mikilvægt að frjálslyndir flokkar unnu mest á í þessum kosningum. Frjálslyndi er nauðsynlegt mótvægi gegn ríkjum þar sem afturhald og popúlismi grefur um sig,“ sagði þingmaðurinn.Átta okkur á hvað er okkur til ills „Okkar hlutverk er að greina hvað er okkur til góðs og sækjast eftir því en ekki síður að átta okkur á hvað er okkur til ills og forðast það,“ sagði Jón Steindór og hélt svo áfram: „Populismi, öfgar, þjóðernishyggja, afneitun vísinda, stjórnmál sem byggja á ótta, tilbúinni hættu og óvinum hafa aldrei í veraldarsögunni leitt til góðs. Það mun ekki heldur gerast nú, ekki á Íslandi, ekki í Evrópu og hvergi annars staðar í heiminum.“
Alþingi Evrópusambandið Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira