Vill koma í veg fyrir að auðlindirnar heyri undir boðvald í Brussel Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:12 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira