Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. maí 2019 19:00 Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór. Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um klukkan hálf eitt í nótt eftir að mikill eldur kom upp í þaki skólans. Aðstæður til slökkvistarfsins voru heldur erfiðar og tók langan tíma að slökkva eldinn. Þakið á húsinu féll á fimmta tímanum og var þá hafist handa við að tína klæðinguna af þakinu þannig að hægt væri að slökkva í glæðum. Slökkvistarfi lauk klukkan tólf í hádeginu og var vettvangur færður lögreglu til rannsóknar sem vinnu nú að því að leiða eldsupptökin í ljós. Eldurinn kom upp íálmu þar sem sjö kennslustofur og þrír stórir salir eru. Þar eru kennslurými fyrir um 250 börn. Eldurinn fór ekki inn í stofurnar þar sem þakplatan var steypt en þangað lak mikið vatn. „Skemmtir af völdum vatns og reyks eru gríðarlegar og ég held að það sé lagt þar til við getum verið að kenna þar. Þetta er gríðarlegt innbústjón. Það eru námsgögn og tölvur og er allt undirlagt vatni,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskjóla. Tjónið hlaupi líklega á tugum milljóna. Búið er að aflýsa skólastarfi á morgun. Þá verður ekki hægt að kenna í þessum hluta skólans á næstunni en Magnús segir að góðir grannar hafi boðið fram pláss til kennslu, til dæmis kirkjan og íþróttafélagið. Þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum. Það gerðist einnig í mars en þá hafði eldurinn kviknað út frá rafmagni. Magnús segir of snemmt að segja til um hvort það sama eigi við núna en það verði að komast til botns í málinu. „Það skiptir öllu máli fyrir vinnustað með 670 börnum að hér verði öllum steinum snúið við til þess að það sé á hreinu hvað er. Við ætlum ekki að búa við þetta,“ segir Magnús Þór. Foreldrar séu áhyggjufullir. „Við skiljum það að fólk hrökkvi við þegar kviknar aftur í. Ég fullvissa fólk um það að við deildum þessu öllu. Við erum búin að vera funda hér í allan dag og kjarninn er alltaf þessi, að hér verði allt eins og það á að vera,“ segir Magnús Þór.
Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira