Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 22:57 Myndin er ekki úr leiðangri Vescovo en gríðarlegt magn af plasti er í sjónum. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
„Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47
Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00
Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37