Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 22:57 Myndin er ekki úr leiðangri Vescovo en gríðarlegt magn af plasti er í sjónum. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
„Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47
Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00
Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“