Vandamálið við þriðja orkulagabálk Evrópusambandsins útskýrt á tveimur mínútum Haraldur Ólafsson skrifar 16. maí 2019 08:00 Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Haraldur Ólafsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óljóst er hvers vegna Ísland ætti að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins. Í því sambandi hefur tvennt einkum verið nefnt. Í fyrsta lagi gæti slíkt bætt orkumarkaðinn og í öðru lagi mundi óhlýðni við Evrópusambandið í þessu máli spilla EES-samningnum. Að ætla sér að bæta markað á Íslandi með því að fela stjórnvaldið erlendu ríkjasambandi sem Ísland á enga aðild að er eins og að laga til í blaðagrind með því að kveikja í blöðunum. Enginn veit hversu mikið mun brenna áður en yfir lýkur. Það má gera ótal afturkræfar tilraunir með raforkumarkað á Íslandi, en framsal valds til útlanda getur á hinn bóginn tekið árhundruð að endurheimta og enginn getur séð fyrir hvernig hinn erlendi aðili mun fara með valdið hverju sinni. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar. Gert er ráð fyrir að ríki geti hafnað lagabálkum af þessu tagi og verði það gert leiðir það til þess að málið verði tekið upp á ný á vettvangi EES og Evrópusambandsins. Öll rök hníga að því að þar muni menn komast að því að ástæðulaust sé að Ísland gangist undir orkulöggjöfina. Norðmenn hafa hafnað Evrópulöggjöf um póst og hafði það vitaskuld engin áhrif á EES-samninginn. Fari svo að orkubálkurinn verði samþykktur er ljóst að þrýstingur á að Ísland segi sig frá EES-samningnum mun aukast verulega. Vinir EES-samningsins ættu að hafa það í huga. Hvert er vandamálið? Í Orkubálknum felst framsal valdheimilda til erlends ríkjasambands, stofnunar þess (ACER) og embættismanns (landsreglara), þar með talið sektarheimildir. Þessir aðilar heyra undir erlent stjórnvald. Það kann að vera Íslandi velviljað á stundum, en enginn veit hver þar stjórnar eftir 10 eða 20 ár. Víst er að þar verða ekki um alla framtíð aðilar við stjórnvölinn sem þykir nokkurs virði að á Íslandi þrífist samfélag. Sterkar líkur standa til þess að fyrrnefnd embætti muni beita sér í þágu sæstrengs, uppskiptingu og sölu Landsvirkjunar. Enginn veit hvernig þessir erlendu aðilar munu beita valdi sínu í framtíðinni, en það er ekki í höndum Íslendinga að ákveða hvar mörk þess valds liggja. Eru ekki skotheldir fyrirvarar um allt mögulegt og ómögulegt? Enginn veit hversu lengi og hversu vel fyrirvarar halda. Af greinargerð Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst lögmanns sem og af álitsgerð Hans Örebechs lagaprófessors er rík ástæða til að ætla að fyrirvararnir muni ekki halda til morguns. Hvað er til ráða? Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Óbornar kynslóðir Íslendinga eiga það inni hjá okkur að við skilum þeim sömu auðlindum og við þáðum frá foreldrum okkar og að þær verði um aldur og ævi nýttar fólkinu í landinu til hagsbóta. Haraldur Ólafsson einn stofnenda Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun