Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 11:04 Frá vettvangi slyssins á fimmtudag. Vísir/Jói K. Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt við Hof í Öræfum á fimmtudag voru fæstir í belti, að sögn lögreglu. Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þrír þeirra voru enn á gjörgæslu í gær. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar en alls voru ferðamennirnir í rútunni 32, allir frá Kína.Sjá einnig: Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að búið sé að ræða við flesta farþegana. Útlit sé fyrir að þeir hafi fæstir verið í bílbeltum þegar slysið varð. „Þetta er mjög misskipt eftir þjóðarbrotum, eftir því hver menningin er. Og bílstjórar eru að lenda í vandræðum með mörg þjóðarbrot sem virða þetta ekki og hlusta ekki á tilmæli og ábendingar um að nota belti.“Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum á fimmtudag.Vísir/VilhelmSveinn segir að búið sé að ræða við bílstjóra rútunnar. Hann hafi gefið farþegum tilmæli um að spenna belti áður en haldið var af stað. „Og ég veit að stærstur hluti bílstjóra er mjög samviskusamur með það. En það er ekki á þeirra ábyrgð að fólk sé í beltum, ekki nema fyrir þá sem eru undir fimmtán ára aldri. Þeir vissulega gefa allflestir upplýsingar og leiðsögumenn benda á þetta yfirleitt.“ Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar en komið hefur fram að vegurinn á umræddum kafla er afar þröngur. Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ferðamennirnir sem voru í rútunni sem valt við Hof í Öræfum á fimmtudag voru fæstir í belti, að sögn lögreglu. Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. Fjórir voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þrír þeirra voru enn á gjörgæslu í gær. Meiðsl annarra farþega voru minniháttar en alls voru ferðamennirnir í rútunni 32, allir frá Kína.Sjá einnig: Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að búið sé að ræða við flesta farþegana. Útlit sé fyrir að þeir hafi fæstir verið í bílbeltum þegar slysið varð. „Þetta er mjög misskipt eftir þjóðarbrotum, eftir því hver menningin er. Og bílstjórar eru að lenda í vandræðum með mörg þjóðarbrot sem virða þetta ekki og hlusta ekki á tilmæli og ábendingar um að nota belti.“Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir með slasaða á Landspítalanum á fimmtudag.Vísir/VilhelmSveinn segir að búið sé að ræða við bílstjóra rútunnar. Hann hafi gefið farþegum tilmæli um að spenna belti áður en haldið var af stað. „Og ég veit að stærstur hluti bílstjóra er mjög samviskusamur með það. En það er ekki á þeirra ábyrgð að fólk sé í beltum, ekki nema fyrir þá sem eru undir fimmtán ára aldri. Þeir vissulega gefa allflestir upplýsingar og leiðsögumenn benda á þetta yfirleitt.“ Þá eru tildrög slyssins enn til rannsóknar en komið hefur fram að vegurinn á umræddum kafla er afar þröngur.
Hornafjörður Lögreglumál Rútuslys við Hof Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38 Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30 Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11 Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þrír enn á gjörgæslu eftir slysið við Hof Fjórði einstaklingurinn hefur verið fluttur á bráðalegudeild spítalans. 17. maí 2019 10:38
Önnur þyrlan í skoðun og hin ekki útkallshæf Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir útreikninga sýna að nóg sé að Gæslan hafi hjá sér þrjár þyrlur. 17. maí 2019 15:30
Vegurinn þröngur á umræddum vegakafla Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir að skýrsla verði tekin af farþegum rútunnar í dag. 17. maí 2019 10:11
Þriðja stórslysið á 100 kílómetra kafla á Suðurlandsvegi Björgunarsveitarfólk sem var á leið á landsþing Landsbjargar á Egilsstöðum í gær var á meðal þeirra sem komu til aðstoðar á slysstað við Hof í gær þar sem að rúta með 32 kínverska ferðamenn auk ökumanns fór út af veginum. 17. maí 2019 16:00