Telja sig hafa náð að skima fyrir síþreytu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:15 Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Vísir/getty Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira