Karlalið Vals hafa tapað öllum leikjum sínum síðan kvennalið félagsins unnu titlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:30 Handbolta- og körfuboltalið Vals í kvennaflokki unnu bæði þrefalt í vetur. Mynd/Fésbók/Valur Körfubolti Aprílmánuður endaði frábærlega á Hlíðarenda en það hefur minna af frétta af Valsliðunum í maí. Nú síðast var Valsliði sópað í sumarfrí á Selfossi í gærkvöld. Helgin 27. og 28. apríl var afar ánægjuleg fyrir Valsmenn sem eignuðust þá Íslandsmeistara tvo daga í röð. Handbolta- og körfuboltalið kvenna hjá Val skrifuðu nýjan kafla í söguna með því að vinna bæði þrefalt í vetur. Körfuboltaliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 27. apríl og handboltaliðið vann sinn Íslandsmeistaratitil sunnudaginn 28. apríl. Bæði liðin unnu alla þrjá leiki sína í lokaúrslitum og handboltaliðið tapaði ekki leik í allri úrslitakeppninni. Það er samt ekki hægt að sjá að þessi sigurhátíð Valskvenna hafi farið vel í karlalið félagsins. Fótbolta- og handboltalið Vals í karlaflokki hafa nefnilega tapað öllum fimm leikjum sínum síðan þá. Handboltaliðið Vals lét sópa sér út úr úrslitakeppninni á Selfossi í gær og fótboltaliðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Íslandsmeistarar Vals eru bara með 1 stig í 9. sæti í Pepsi Max deildinni og bikarsumarið endaði strax í fyrsta leik með tapi á heimavelli í 32 liða úrslitunum. Eina stig Valsmenna í Pepsi Max deild karla til þessa kom í 3-3 jafntefli á móti Víkingum á Hlíðarenda en sá leikur fór fram föstudagskvöldið 26. apríl eða daginn fyrir sigurhátíð kvennaliðanna. Kvennalið Vals í fótbolta vann aftur á móti sinn fyrsta leik þegar liðið vann flottan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.Hér fyrir neðan má sjá leiki karlaliða Vals eftir þessa miklu sigurhelgi kvennaliðanna í lok apríl. Karlaliðið í handbolta: 35-34 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 30. apríl Karlaliðið í fótbolta: 2-1 tap fyrir FH í Mjólkurbikarnum 1. maí Karlaliðið í handbolta: 32-31 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 3. maí Karlaliðið í fótbolta: 1-0 tap fyrir KA í Pepsi Max deildinni 5. maí Karlaliðið í handbolta: 29-26 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 6. maí5 leikir og 5 töp Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Aprílmánuður endaði frábærlega á Hlíðarenda en það hefur minna af frétta af Valsliðunum í maí. Nú síðast var Valsliði sópað í sumarfrí á Selfossi í gærkvöld. Helgin 27. og 28. apríl var afar ánægjuleg fyrir Valsmenn sem eignuðust þá Íslandsmeistara tvo daga í röð. Handbolta- og körfuboltalið kvenna hjá Val skrifuðu nýjan kafla í söguna með því að vinna bæði þrefalt í vetur. Körfuboltaliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 27. apríl og handboltaliðið vann sinn Íslandsmeistaratitil sunnudaginn 28. apríl. Bæði liðin unnu alla þrjá leiki sína í lokaúrslitum og handboltaliðið tapaði ekki leik í allri úrslitakeppninni. Það er samt ekki hægt að sjá að þessi sigurhátíð Valskvenna hafi farið vel í karlalið félagsins. Fótbolta- og handboltalið Vals í karlaflokki hafa nefnilega tapað öllum fimm leikjum sínum síðan þá. Handboltaliðið Vals lét sópa sér út úr úrslitakeppninni á Selfossi í gær og fótboltaliðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Íslandsmeistarar Vals eru bara með 1 stig í 9. sæti í Pepsi Max deildinni og bikarsumarið endaði strax í fyrsta leik með tapi á heimavelli í 32 liða úrslitunum. Eina stig Valsmenna í Pepsi Max deild karla til þessa kom í 3-3 jafntefli á móti Víkingum á Hlíðarenda en sá leikur fór fram föstudagskvöldið 26. apríl eða daginn fyrir sigurhátíð kvennaliðanna. Kvennalið Vals í fótbolta vann aftur á móti sinn fyrsta leik þegar liðið vann flottan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.Hér fyrir neðan má sjá leiki karlaliða Vals eftir þessa miklu sigurhelgi kvennaliðanna í lok apríl. Karlaliðið í handbolta: 35-34 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 30. apríl Karlaliðið í fótbolta: 2-1 tap fyrir FH í Mjólkurbikarnum 1. maí Karlaliðið í handbolta: 32-31 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 3. maí Karlaliðið í fótbolta: 1-0 tap fyrir KA í Pepsi Max deildinni 5. maí Karlaliðið í handbolta: 29-26 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 6. maí5 leikir og 5 töp
Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira