Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:39 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. „Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
„Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42