Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga Ari Brynjólfsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Þriðji orkupakkinn er eitt stærsta málið á yfirstandandi þingi en svo virðist sem áhugi almennings á málinu sé lítill segir prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira