Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2019 11:27 Ákærða minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra umrætt kvöld. Vínandamagn í blóði hennar mældist 1,95 prómill sem svarar til mun meiri drykkju. Getty Images Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34