Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2019 11:27 Ákærða minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra umrætt kvöld. Vínandamagn í blóði hennar mældist 1,95 prómill sem svarar til mun meiri drykkju. Getty Images Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34