Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 09:45 Blaðamaðurinn Lyra McKee, sem skotin var til bana í Londonderry á fimmtudag. Getty/PSNI Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00