Björgun á leið í Landeyjahöfn til að dýpka Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2019 13:43 Vegagerðin óhress með viðbrögð forsvarsmanna Björgunar. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Fyrirtækið Björgun hefur hafið dýpkun í Landeyjarhöfn að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú þegar er gröfupramminn Reynir í höfninni og efnisflutningapramminn Pétur mikli á leið þangað ásamt dæluskipinu Dísu.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann skildi ekki af hverju fyrirtækið Björgun væri ekki byrjað að dýpka höfnina því góð skilyrði hefðu verið til að gera það frá því í gærkvöldi. Dýpi hafnarinnar var mælt í gær og mældist 3,7 metrar en ferjan Herjólfur ristir 4,2 metra og því mikið verk fyrir höndum til að gera höfnina nógu djúpa. Lárus Dagur Pálsson segir skip Björgunar á leið í höfnina og vonast til að nú fáist ágætis friður frá veðrinu til að dýpka höfnina. Undanfarið hefur mjög mikil ölduhæð og vont veður gert þeim erfitt fyrir en þó náðu starfsmennirnir að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af efni úr höfninni í síðustu törn. Björgun er skylt að dýpka höfnina þegar veður leyfir sama hvenær dags og á hvaða degi sem er en Pétur Matthíasson sagði við RÚV að hann hefði engin svör fengið frá Björgun hvers vegna fyrirtækið hefði ekki hafið störf. Sagði Pétur að ekki hefði náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins. Sagði hann Vegagerðina ætla að skoða stöðu sína og hvort þetta væri brot á samningi. „Ég veit ekki af hverju hann hringdi ekki í mig,“ segir Lárus Dagur en bendir á að verkefnisstjóri Björgunar hafi verið á ferðalagi utan þjónustusvæðis. Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Fyrirtækið Björgun hefur hafið dýpkun í Landeyjarhöfn að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú þegar er gröfupramminn Reynir í höfninni og efnisflutningapramminn Pétur mikli á leið þangað ásamt dæluskipinu Dísu.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að hann skildi ekki af hverju fyrirtækið Björgun væri ekki byrjað að dýpka höfnina því góð skilyrði hefðu verið til að gera það frá því í gærkvöldi. Dýpi hafnarinnar var mælt í gær og mældist 3,7 metrar en ferjan Herjólfur ristir 4,2 metra og því mikið verk fyrir höndum til að gera höfnina nógu djúpa. Lárus Dagur Pálsson segir skip Björgunar á leið í höfnina og vonast til að nú fáist ágætis friður frá veðrinu til að dýpka höfnina. Undanfarið hefur mjög mikil ölduhæð og vont veður gert þeim erfitt fyrir en þó náðu starfsmennirnir að fjarlægja 16 þúsund rúmmetra af efni úr höfninni í síðustu törn. Björgun er skylt að dýpka höfnina þegar veður leyfir sama hvenær dags og á hvaða degi sem er en Pétur Matthíasson sagði við RÚV að hann hefði engin svör fengið frá Björgun hvers vegna fyrirtækið hefði ekki hafið störf. Sagði Pétur að ekki hefði náðst í forsvarsmenn fyrirtækisins. Sagði hann Vegagerðina ætla að skoða stöðu sína og hvort þetta væri brot á samningi. „Ég veit ekki af hverju hann hringdi ekki í mig,“ segir Lárus Dagur en bendir á að verkefnisstjóri Björgunar hafi verið á ferðalagi utan þjónustusvæðis.
Herjólfur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira