Gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum eftir brunann Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. apríl 2019 18:45 Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða. Bruninn í bílageymslu fjölbýlishússins að Sléttuvegi 7 í gær hefur sett marga íbúa hússins í nokkuð erfiða stöðu. Húsið er á vegum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands og margir íbúanna hreyfihamlaðir. Mörgum þeirra var brugðið við þegar eldurinn uppgötvaðist enda margir sem reiða sig á sérútbúin ökutæki til þess að komast ferða sinna. „Þarna inni eru fæturnir mínir og það sem ég nota til alls sem ég geri utan íbúðar,“ segir Hilmar Guðmundsson, íbúi í húsinu.Urðuð þið snemma vör við að eldur væri í bílageymslunni? „Já ég stóð við eldhúsgluggann og það var farið að væla í brunaviðvörunarkerfinu og ég stóð við eldhúsgluggann og sá að það steig reykur hérna upp úr lúgu hérna og ég öskraði bara þetta er bílageymslan. Þegar þeir skáru þetta, það var bara hryllingur, það var bara mökkur,“ segir Anna Sigríður Antonsdóttir, sem einnig býr í húsinu.Hilmar Guðmundsson og Anna Sigríður Antonsdóttir, íbúar í húsinuVísir/Stöð2Lögreglan var þá komin á vettvang og slökkvilið rétt ókomið en skamman tíma tók að komast inn. Inni í bílageymslunni voru tíu bílar auk annarra tækja sem hreyfihamlaðir reiða sig á og ljóst að tjónið er mikið. „Tjónið hjá okkur er það að við vitum ekki neitt. nákvæmlega ekki neitt. Ef að bílinn er ónýtur þá tekur það sex til átta mánuði að fá nýja bíl og að eiga við Reykjavíkurborg um að ferðast á meðan, það getur verið snúið. Það er mín reynsla af þeim,“ segir Hilmar.Hvernig hafa viðbrögð húsfélagsins verið eftir brunann í gær? „Engin. Við höfum ekki heyrt í neinum. Ekki húsfélaginu, ekki tryggingunum. Við heyrðum í einum lögreglumanni í gær og þar með er sagan sögð,“ segir Hilmar. Þau segja hljóðið í íbúum hússin dauft enda margir í sömu stöðu. Þær upplýsingar hafa fengist að eldur hafi logað meðal annars í dekkjum í bílageymslunni en íbúar segjast hafa kvartað ítrekað undan rusla- og dótasöfnun í geymslunni. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastsjóri Brynju, húsfélagsVísir/Stöð2Framkvæmdastjóri Brynju húsfélags kannast ekki við að þær kvartanir hafi borist og segir reglur skýrar. „Við munum funda strax í fyrramálið við tryggingafélagið okkar og fara yfir málin og vonandi verðum við með einhver svör þegar að við erum búnir að funda með tryggingafélaginu þannig að við getum upplýst íbúanna sem eiga bílanna í kjallaranum hvernig staðið verður að þeim málum,“ segir Björn Arnar Mangússon, framkvæmdastjóri Brynju húsfélags.Eru tryggingamálin í lagi? „Já tryggingamálin eru í góðu lagi hjá okkur,“ segir Björn. Rannsókn á tildrögum brunans er enn til skoðunar en von er á frumniðurstöðum frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í upphafi vikunnar. Eldurinn logaði í dekkjum innst í bílageymlsunni.Vísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar illa settir eftir brunann Sérútbúnir bílar og raftæki skemmdust. 22. apríl 2019 12:12 Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna elds í bílakjallara við Sléttuveg Mikill viðbúnaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er við Sléttuveg 7 í Fossvogi vegna elds í bílakjallara. 21. apríl 2019 10:10
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?