Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 23. apríl 2019 11:15 Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir Herjólf sem ristir 4,2 metra. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor. Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor.
Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira