Gleymdu að samræma númeraplötur á stolna bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:58 Parið hafði stolið bíl og skipt út númeraplötum - en aðeins öðru megin. Getty/Westend61 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira