Gleymdu að samræma númeraplötur á stolna bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:58 Parið hafði stolið bíl og skipt út númeraplötum - en aðeins öðru megin. Getty/Westend61 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira